Um þessar mundir er verið að heilsa Þorra með þorrablótum á Hrafnistuheimilunum. Hafa blótin verið vel sótt og mikið fjör. Þann 24. janúar var þorrablótið á Slétunni. Mæting var mjög góð og fullt út úr dyrum. Kokkarnir á Hrafnistu framreiddu hefðbundinn þorramat við mikla ánægju allra. Flutt var minni karla og kvenna og Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs flutti stutta kveðjur til viðstaddra. Að lokum kom Guðrún Árný og hélt uppi fjörinu með söng og undirspili og var vel tekið undir.
Laus íbúð á Brúnavegi
2ja herbergja, 72 fm - 7 fm geymsla í kjallara Íbúðin er á fjórðu hæð með glæsilegu útsýni Íbúðin...