Nýjustu tíðindi

Skógarvegur 4 og 10

Vinna hófst í ágúst 2022 við byggingu 87 leiguíbúða fyrir eldri 60 ára og eldri við Skógarveg 4 og 10. Um er að ræða annan áfanga verkefnisins „Lífsgæðakjarni við Sléttuveg og Skógarveg“, sem er lokaáfangi uppbyggingar leiguíbúða fyrir þennan aldurshóp sem tengjast þjónustumiðstöðinni Sléttunni.

Íbúðirnar verða á stærðarbilinu 55-90 m² en þrjár verða um 115 m². Byggð verða tvö aðskilin hús, þriggja til fimm hæða, ofan á sameiginlegan bílakjallara. Innangengt verður á milli bygginga á neðstu íbúðarhæðinni og innangengt verður einnig yfir í félags- og þjónustumiðstöðina Sléttuna.

Stefnt er að fyrri hluti verkefnisins, 39 íbúðir, verði tilbúnar um mitt ár 2024 og síðari hlutinn, 48 íbúðir, klárist í byrjun nóvember 2024. Stefnt er að því að verkinu verði að fullu lokið um áramótin 2024-2025. Framkvæmdirnar eru á vegum Sjómannadagsráðs. THG arkitektar hönnuðu húsin og samið hefur verið við byggingafyrirtækið Þarfaþing sem skilar íbúðunum fullfrágengnum. Íbúðirnar verða leigðar út af Naustavör, dótturfyrirtæki Sjómannadagsráðs.

 

 

 

 

 

 

Fleiri tíðindi

Þorrablót

Þorrablót

Um þessar mundir er verið að heilsa Þorra með þorrablótum á Hrafnistuheimilunum. Hafa blótin verið...

read more